Þriðjudaginn 17. október hittist nemendafélag Skóla Ísaks Jónssonar á fyrsta fundi vetrarins.
Í nemendafélaginu eru nemendur í 8 og 9 ára bekk. Skólaárið 2017-2018 sitja eftirfarandi nemendur í félaginu: Emil Björn (8 ÞEK), María Kristín (8 HÞ), Lovísa Anna (9 BVK) og Magdalena (9EBH).
Umsjón með því hafa Hugrún Tanja Haraldsdóttir og Lára Jóhannesdóttir.
Hlutverk félagsins er eftirfarandi:
- Að stuðla að góðu og sanngjörnu skólaumhverfi
- Að hlusta á nemendur og reyna að vinna úr því sem þeim þykir að betur megi fara
- Vettvangur þar sem nemendur geta tjáð sig um skólann og því sem honum viðkemur
Nemendafélagið hittist að jafnaði einu sinni á önn, en oftar ef þurfa þykir.