Kæru foreldrar / forráðamenn,
AÐALFUNDUR OG NÝ STJÓRN:
Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn síðast liðinn fimmtudag í Ísaksskóla og hann gekk mjög vel.
Bjartir tímar framundan með mikilli endurnýjun í stjórninni og 100 ára afmæli skólans á næsta ári.
Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2025-2026 sitja:
Rakel Tanja Bjarnadóttir, formaður
Ylfa Helgadóttir, gjaldkeri
Emilía Örlygsdóttir, varaformaður
Meðstjórnendur eru:
Guðni K. Gylfason
Kristín Thorlacius
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Sally de Vries
Emna Bahri
Valdís Arnardóttir
Díana Howlett
Á aðalfundi var ákveðið að félagsgjöld haldast óbreytt og fráfarandi gjaldkeri kynnti að vel gengur að safna í hljóðfærastyrk til skólans í tilefni 100 ára afmælis hans.
Ný stjórn er boðin hjartanlegan velkomin til starfa og munum við Anna Svava aðstoða við umskiptin.
Einnig þökkum við þeim sem gengu úr stjórn fyrir góð störf og óskum þeim áframhaldandi velgengni.
Ég þakka kærlega fyrir mig og minn tíma og bráðlega munu Mentor póstar berast frá nýjum formanni!
Ef einhverjar spurningar eru varðandi starf foreldrafélagsins má senda tölvupóst á foreldrafelag@isaksskoli.is.
Eins verður tekið fagnandi á móti öllum tillögum varðandi félagsstarfið.
Næst á dagskrá er svo sameiginleg foreldrafræðsla á miðvikudaginn kl 20.00 í samfélagshúsinu Vitatorgi.
Bestu kveðjur,
Fyrir hönd stjórnar foreldrafélags Ísaksskóla
Díana Howlett
