Sundið er komið í frí (frá og með 1. október). Fyrsti sundtími eftir fríið er miðvikudaginn 22. október (strax eftir vetrarfrí).
Foreldradagur er laugardaginn 11. október. Þann dag og dagana þar á undan fara fram einstaklingsviðtöl foreldra við kennara. Kennarar munu hafa samband við foreldra og bjóða viðtalstíma.
Vetrarfrí er föstudaginn 17. október, mánudaginn 20. október og þriðjudaginn 21. október.
Athugið að á foreldradegi og í vetrarfríi er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann föstudaginn 24. október. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum.
Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir