Kæru vinir,
Í dag tókum öll börn Ísaksskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið).
6-9 ára bekkirnir hlupu tvo hringi í kringum KHÍ og Háteigsskóla og síðan tvo hringi í kringum Ísaksskóla. Fimm ára börnin hlupu svo fjóra hringi í kringum Ísaksskóla.
Allt starfsfólk skólans tók þátt í hlaupinu, staðsetti sig við gatnamót, hvatti börnin áfram og jafnvel hlupu með. Hlaupið endaði síðan á skólalóðinni þar sem Lára skrifstofustjóri tók fagnandi á móti þeim með kærkomnum epalbitum. Skemmtilegur dagur í alla staði.
Alls voru 199 börn í 6-9 ára bekk sem hlupu og samtals hlupu þau 497,5 km.
Alls voru 72 5 ára börn sem hlupu 72km.
Í heildina hlupum við því 569,5km
Börnin fá síðan fljótlega viðurkenningaskjal frá ÍSÍ.
Húrra fyrir þeim!
Myndasafn frá hlaupinu er komið undir „Sameiginlegir viðburðir“