Kæru vinir,
Föstudaginn 9. september tóku öll börn Ísaksskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið).
6-9 ára bekkirnir hlupu tvo hringi í kringum KHÍ og Háteigsskóla og síðan tvo hringi í kringum Ísaksskóla. Fimm ára börnin hlupu svo fjóra hringi í kringum Ísaksskóla.
Allt starfsfólk skólans tók þátt í hlaupinu, staðsetti sig við gatnamót, hvatti börnin áfram og jafnvel hlupu með. Hlaupið endaði síðan á skólalóðinni þar sem Lára og Heiða tóku fagnandi á móti þeim með kærkomnum epalbitum. Skemmtilegur dagur í alla staði.
Alls voru 188 börn í 6-9 ára bekk sem hlupu og samtals hlupu þau 450 km.
Alls voru 72 5 ára börn sem hlupu 69km.
Í heildina hlupum við því 519km
Börnin fá síðan fljótlega viðurkenningaskjal frá ÍSÍ.
Húrra fyrir þeim!
Myndasöfn frá hlaupinu eru komin undir „Sameiginlegir viðburðir“
Ath. vegalengdir hafa verið leiðréttar frá því að fréttin birtist fyrst..