Kæru foreldrar/forráðamenn.
Settar hafa verið upp fleiri eftirlitsmyndavélar í skólanum. Tilgangur vöktunar er að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks og vernda eigur nemenda, skólans og starfsmanna. Myndefni er einungis skoðað ef upp koma atvik er varða eignavörslu eða öryggi einstaklinga, s.s. þjófnaður, skemmdarverk, ofbeldi eða slys. Heimild til skoðunar er aðgangsstýrð. Einungis skólastjóri mun geta skoðað myndefnið þegar sérstakt tilefni gefst til í ljósi tilgangs vöktunarinnar. Myndefni er vistað í allt að 30 daga frá söfnun og því eytt að þeim tíma loknum eða í samræmi við reglur persónuverndar nr. 837/2006.
Nýju myndavélarnar eru staðsettar úti og beinast að inngöngum skólans. Eldri vélarnar eru staðsettar innanhúss og beinast að inngöngum skólans og skrifstofugangi. Ísaksskóli er ábyrgðaraðili myndavélanna í skilningi persónuverndarlaga nr. 90/2018.
Frekari upplýsingar veitir Lára í síma 553 2590.
Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir