Öskudagurinn í Ísaksskóla 2025

Geggjaður dagur í Ísaksskóla í dag. Eftir að búið var að slá köttinn úr tunnunni og gæða sér á góðgætinu sem hrundi úr tunnunni mætti engin annar en Pretty boy choco eins og hann er kallaður og fór gjörsamlega á kostum við að skemmta krökkunum. Þau kunnu lögin og sungu og dönsuðu með af lífs og sálar kröftum. Við héldum á tímabili að þakið myndi rifna af skólanum. Þvílík var gleðin.

Þökkum innilega foreldrafélaginu okkar dásamlega og okkar geggjaða starfsmannateymi fyrir að gera daginn ógleymanlegan fyrir litla fólkið okkar.

Myndir frá hátíðarhöldunum verða settar inn á læst svæði á heimasíðunni okkar innan tíðar.

Eigið yndislegan öskudag.

Stafsfólk Ísaksskóla.