Heil og sæl kæru vinir,
Foreldrafélag Ísaksskóla minnir á páskabingó fyrir nemendur skólans og aðstandendur þeirra í næstu viku.
Páskabingóið er fjáröflun fyrir gjöf Foreldrafélagsins til Ísaksskóla – að þessu sinni erum við að safna fyrir mjúkri malbikaðri leikmottu á skólalóðina. Við byrjuðum að safna fyrir leikmottunni í fyrra og klárum það í ár.
Þið getið aðstoðað okkur að ná þessu góða markmiði með því að styðja okkur í formi vinninga í páskabingóið – við náum inn tekjum á bingókvöldinu með seldum bingóspjöldum og með rekstri veitingasölu.
Vinsamlega komið vinningum á skrifstofuna til Láru/Helgu sem fyrst.
Páskabingókvöldin eru tvö:
1. þriðjudaginn 13. mars, 5 og 6 ára kl 17:30 – 18:30 og
2. miðvikudaginn 14. mars, 7-9 ára kl 17:30 – 19:00. – ATH. það vantar foreldra til að aðstoða á þessu kvöldi.
ATH. Að lokum vekjum við athygli á að páskabingó stýra sér ekki sjálf – það er því mjög gott að fá hendur til að aðstoða. Þeir foreldrar sem gætu mögulega veitt aðstoð á páskabingó eru beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi hlekk hér að neðan. Aðstoðin felur í sér m.a. bingóstjórn, deila út vinningum, selja bingóspjöld, sjoppuvinna o.s.frv. frá kl 17:15 þar til viðburði lýkur (ATH. best er að aðstoða það kvöld sem barnið þitt er EKKI að spila).
Skráningarhlekkur: https://goo.gl/forms/hc3Iq4LyjNBktFVi1
ATH. ÞAÐ VANTAR FORELDRA TIL AÐ AÐSTOÐA Á SEINNA KVÖLDINU 14. mars.
Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að páskabingó er viðburður ætlaður nemendum í Ísaksskóla og fjölskyldum þeirra. Vinsamlega sendið börnin ekki eftirlitslaus að spila. Við höfum ekki mannskap til að passa þau, hvorki við spilamennsku eða ef þau bregða á leik innan skólans (sem er ekki tilgangur kvöldins). Takk fyrir að virða þessa ábendingu.
Fyrirfram bestu þakkir og kveðjur,
Foreldrafélag Ísaksskóla