Skóla Ísaks Jónssonar er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem skólinn meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu skólans kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, foreldrar/forráðamenn, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig skólinn safnar og vinnur persónuupplýsingar.
Persónuverndarstefnuna má finna í aðalvalmynd hér efst á vefnum, og einnig með því að smella hér.
Fyrir hönd skólans,
öryggisnefndin