Á laugardaginn kemur, 9. september, býður Foreldrafélag Ísaksskóla nemendum og fjölskyldum þeirra á haustfagnað á skólalóðinni á milli kl 10:30-12:30.
Í boði verða hoppukastalar, Sirkus Íslands, andlitsmálning, léttar veitingar fyrir börn og foreldra, ljúf tónlist og almenn skemmtilegheit.
Samræmd próf verða í íslensku fimmtudaginn 28. september og í stærðfræði föstudaginn 29. september hjá 9 ára. Á meðan á samræmdu prófunum stendur fara þeir bekkir sem eru á sama gangi í skipulagðar vettvangsferðir báða dagana.
Með haustkveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir