Kæru foreldrar/forráðamenn
Skólaárið fer ljúflega af stað og smám saman erum við öll að lenda og ró að færast yfir skólann hans Ísaks.
Okkur langar til að minna alla á að aðalinngangurinn er lokaður til kl. 8:30 á morgnana en opið við 5 ára innganginn fyrir þá sem koma í morgunfrístundina frá kl. 7:30.
Við munum ekki halda sérstakan foreldrafund 6-9 ára eftir skóla eins og við gerðum fyrir Covid, en þess í stað hvetjum við ykkur að hafa samband við skrifstofu skólans eða umsjónarkennara ef eitthvað er óljóst.
Fyrsti sundtíminn okkar verður þriðjudaginn 13.september. Að venju verður nemendum okkar fylgt í gegnum klefana og aðstoðuð og þjálfuð við að bjarga sér sjálf í sundferðum. 6 ára fá sérstaka fylgd í næstu viku með umsjónarkennurunum sínum, til að skoða sig um og átta sig á hvernig þetta gengur allt saman fyrir sig.
Bekkjamyndir verða teknar miðvikudaginn 21. (7 ára og 8 ára) , fimmtudaginn 22. (5 ára), og föstudaginn 23. september (6 ára og 9 ára).
Með haustkveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla