Kæru vinir,
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og skólahljómsveitum í Reykjavík til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt starfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
Foreldrar eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Þá eru í undirbúningi sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tómstundastarf barna.
Þangað til – förum varlega, handþvottur og spritt.
Ykkar Sigga