• Heim
  • Kennarar
  • Mentor
  • Vefpóstur
  • Vefstjórn
email
  • FRÉTTIR
  • SKÓLINN
    • Um skólann
      • Starfsáætlun
      • Skólagjöld
      • Frístundaheimili
      • Skólareglur
      • Skólaráð
        • Reglugerð
        • Nemendaráð
      • Stjórn skólans
        • Samþykktir/skipulagsskrá
      • Umhverfisstefna
      • Jafnlaunastefna
      • Persónuverndarstefna
      • Mannauðsstefna
      • Heilsugæsla
      • Velkomin í Ísaksskóla | bæklingur
    • Að byrja í Ísaksskóla
    • Skólasókn
      • Skólasókn – íslenska
      • Attendance – english
      • Obecność – polski
    • Beiðni um leyfi fyrir nemanda
    • Skólasamningur skólaárið 2025-2026
    • Skóladagatal 2024-25 og drög að 2025-26
    • Sumarskóli SÍJ
    • Skólasöngur Ísaksskóla
    • Tómstundaframboð
    • Skipurit
    • Stefna og einkunnarorð
    • Ráð og teymi
      • Jafnréttisráð
      • Áfallaráð
      • Forvarnarteymi
      • Nemendaverndarráð
      • Innra mats teymi
      • Teymi gegn einelti
    • Farsæld barna
    • Mat á starfi
  • STARFSFÓLK
  • MYNDASÖFN
    • 2024 – 2025
    • 2023 – 2024
    • 2022 – 2023
    • 2021 – 2022
    • 2020 – 2021
    • 2019 – 2020
    • 2018 – 2019
    • 2017 – 2018
    • 2016 – 2017
    • 2015 – 2016
    • 2013 – 2014
  • FORELDRAR
    • Foreldravefurinn
    • Bekkjarfulltrúar
    • Foreldrafélag Ísaksskóla
      • Stjórn Foreldrafélags SÍJ
      • Foreldrafélag: Lög
      • Foreldrafélag: Viðburðir
    • Skólavinir
    • Skjáviðmið barna
    • Útivistarreglur barna
  • ÁÆTLANIR
    • Áfallaáætlun
    • Aðgerðaráætlun gegn einelti nemenda
    • Aðgerðaráætlun gegn einelti starfsfólks
    • Starfsáætlun Ísaksskóla
    • Starfsáætlun frístundar
    • Jafnréttisáætlun
    • Umbótaáætlun
    • Eldvarna og rýmingaráætlun
    • Heildaráætlun um sérkennslu
    • Móttökuáætlun f. nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
    • Móttökuáætlun f. nýtt starfsfólk
    • Umhverfisáætlun
    • Óveður / Öskufall
    • Öryggisáætlun
    • Símenntunaráætlun
    • Læsisstefna Skóla Ísaks Jónssonar
    • Viðbragðsáætlun almannavarna
    • Viðbragðsáætlun vegna fáliðunar – 5 ára deild
  • SKÓLANÁMSKRÁ
    • Skólanámskrá SÍJ
    • Námskrá 5 ára deildar
    • Námsmat SÍJ
    • Sérkennsla
  • UMSÓKN

Skólabyrjun

19. ágúst 2019
by vala@isaksskoli.is
Comments are off

Kæru foreldrar/forráðamenn

Senn lýkur sumarleyfum nemenda. Starfsfólk Ísaksskóla hlakkar til að hitta þá aftur sem og nýja nemendur við skólann. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til samstarfs á nýju skólaári.

Áður en skólinn hefst viljum við benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skólabyrjun.

Fimmtudagurinn 22. ágúst er fyrsti skóladagur hjá 6, 7, 8 og 9 ára nemendum. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og honum lýkur kl. 14:10 að venju. Sunnuhlíð (frístundarstarf 6-9 ára nemenda) tekur til starfa strax fyrsta skóladaginn. Hún er opin til kl. 17:15 alla daga, nema til kl. 16:15 á föstudögum. 6-9 ára nemendur geta komið í Sólbrekku (morgunfrístund og leikskóladeild) kl. 7:30-8:30 alla morgna óski foreldrar/forráðamenn eftir því. Tómstundaframboð verður kynnt og fer af stað um miðjan september.

Fimm ára börn verða boðuð sérstaklega í skólann til að hitta kennarann sinn áður en skólinn hefst. Umsjónakennarar munu hringja nú í vikunni og þeirri næstu og boða nemendur og foreldra/forráðamenn í viðtal. Fyrsti skóladagur 5 ára er fimmtudagurinn 29. ágúst. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og við lokum kl. 17:15 alla daga nema kl. 16:30 á föstudögum. Sólbrekka opnar 7:30 á morgnana fram að skólabyrjun fyrir þá foreldra/forráðamen sem óska eftir því að börnin komi fyrr.

Við viljum þó benda á að gott er að fara rólega af stað með viðveru, því það er mikið álag á börnin að byrja í skóla og annarri viðveru á sama tíma.

Kynningarfundir fyrir foreldra/forráðamenn verða haldnir:

Miðvikudaginn 28. ágúst kl. 17:30 fyrir foreldra/forráðamenn fimm ára barna.

Þriðjudaginn 3. september kl. 17:30 fyrir foreldra/forráðamenn 6, 7, 8 og 9 ára nemenda.

Við vonumst til að sjá sem flesta á kynningarfundunum.

Eins og ávallt fá nemendur öll gögn í skólanum, bækur og ritföng. Þeir þurfa einungis að hafa meðferðis skólatösku, tátiljur fyrir leikfimi (fást í Ástund í Austurveri) og vatnsbrúsa. Þau börn sem eiga heilar teygjumöppur frá síðasta skólaári koma með þær að heiman aftur en þau sem ekki eiga nothæfar möppur fá nýjar hjá okkur.

Ávaxtastund er daglega rétt fyrir kl. 10:00. Nemendur koma með ávöxt eða grænmeti að heiman. Maturinn í hádeginu er frá Móður náttúru. Fyrsta máltíðin verður strax fyrsta daginn. Móðir náttúra kappkostar að vera ávallt með hollan og bragðgóðan mat. Þeir nemendur sem eru í frístundinni koma með hollt og gott eftirmiðdagsnesti en 5 ára fá nónhressingu í skólanum.

Allir foreldrar/forráðamenn þurfa að fylla út skólasamning og kemur sérstakur póstur frá Láru á skrifstofunni þegar að hann verður kominn á vef skólans.

Ef einhverjar spurningar vakna hjá ykkur bendum við ykkur á að hafa samband við skólann í síma 5532590 eða kíkja inn á heimasíðuna www.isaksskoli.is.

 

Gleðilegt nýtt skólaár,

starfsfólk Ísaksskóla

NÝJUSTU FRÉTTIRNAR

  • Páskafrí í Ísaksskóla 12. apríl 2025
  • Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar 8. apríl 2025
  • Vortónleikar barnakórs Ísaksskóla 3. apríl 2025
  • Öskudagurinn í Ísaksskóla 2025 5. mars 2025
  • Fjör á þemadögum 19. og 20. febrúar 2025 20. febrúar 2025

NÆSTU VIÐBURÐIR

  1. Leikjadagur

    16. maí @ 08:00 - 17:00
  2. Uppstigningardagur

    29. maí @ 08:00 - 17:00
  3. Síðasti kennsludagur – skólaslit

    6. júní @ 08:00 - 17:00
  4. Sumarskólinn hefst

    12. júní @ 08:00 - 17:00

Skoða alla Viðburðir

Skóli Ísaks Jónssonar

Bólstaðarhlíð 20
105 Reykjavík

Sími: 553 2590
Netfang: isaksskoli@isaksskoli.is

Opnunartími skrifstofu er alla
skóladaga milli kl 8:00 - 16:00

 

.




Skóli Ísaks Jónssonar
Uppsetning og forritun: Tæknimiðlun ehf
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.Ok