Elskulegu foreldrar/forsjáraðilar.
Á morgun föstudaginn 6. september munu nemendur Ísaksskóla taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er orðinn fastur liður í skólastarfinu og mikil og almenn ánægja hjá litlu hlaupurunum á þessum degi. Þau koma gjarnan í mark bleik í framan af ákafa og þiggja eplabita í verðlaunaskyni.
Nauðsynlegt er að koma í þægilegum fatnaði og skóm til að hlaupa í. Sjá hér.
Hjartans kveðja frá íþróttateymi skólans.