Kæru vinir,
Síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 5. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur hjá öllum nemendum. Skólaárinu lýkur með tröppusöng kl. 13:30 og foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Að tröppusöng loknum fylgja börnin kennara sínum inn í skólastofu og kveðja þar.
Engin gæsla er í skólanum eftir tröppusönginn, hvorki í Sólbrekku né Sunnuhlíð.
Sumarskólinn hefst síðan þriðjudaginn 10. júní.
Kærar þakkir fyrir skólaárið 2013-2014!
Okkar bestu kveðjur og njótið sumarsins,
starfsfólk Ísaksskóla