Kæru foreldrar/forráðamenn
Söngur á sal er gæðastund sem bætir andann og léttir lundina. Við viljum biðja ykkur um að vinka ykkar börnum að söngnum loknum. Þegar þið eruð farin út í daginn fara nemendur í raðirnar sínar með kennurunum. Kveðjustundin ykkar með börnunum verður því fyrir sönginn en ekki eftir hann.
Á morgnana skapast mikil hætta við skólann vegna umferðarinnar og ekki síst vegna færðarinnar þessa dagana. Við viljum biðja ykkur um að leggja bílunum í viðurkennd stæði á morgnana. Nóg er af stæðum innar í Bólstaðarhlíðinni og á bílastæðinu við Kennaraháskólann.
Að lokum viljum við minna ykkur á að sjá til þess að nemendur mæti stundvíslega í skólann á morgnana. Skólinn byrjar kl. 8:30 og mikilvægt að nemendur séu komnir á réttum tíma þar sem skólastarfi hefst þá. Þeir sem eru ekki í morgungæslunni eiga að fara í raðirnar sínar úti á skólalóð.
Með skólakveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir