Kæru foreldrar/forráðamenn.
Á morgun er lokadagur þemadaga. Þetta er venjulegur skóladagur en nemendur mega koma með sparinesti og drykkjarföng í fernum (röradrykk) í aukanesti. Ekkert gos er leyfilegt.
Við minnum ykkur á stundvísi á morgnana. Þeir sem koma of seint í skólann missa af mikilvægum upphafstímum. Að lokum biðjum við ykkur um að fara í gegnum óskilamunina. Það leynist ýmislegt í körfunum á göngunum.
Með kærum kveðjum frá Línu langsokk og félögum, starfsfólk Ísaksskóla