Stærðfræðiheimsókn Evolytes

Nemendur í 2.-4. bekk fengu frábæra heimsókn í dag frá Sigga og Adrian sem vinna hjá Evolytes.

Nemendur fengu fróðlega og skemmtilega kynningu frá þeim sem hjálpaði bæði nemendum og kennurum að skilja leikinn enn betur. Nemendur skólans hafa mikinn áhuga á Evolytes og það sást greinilega á kynningunni að nemendur skólans hafa verið duglegir að reikna og spila leikinn. Einnig vinna nemendur í kennslubókum sem fylgja með leiknum.

Takk kærlega fyrir kynninguna á Evolytes, hlökkum til að fá ykkur aftur.

Bestu kveðjur,
stærðfræðiteymið

Scroll to Top