Sumarskólagleði

Í sumarskólanum er mögnuð stemning þessa dagana. Þvílík gæði í starfinu öllu og megum við þakka okkar allra besta starfsfólki úr frístundinni sem heldur utan um okkar yngstu og bestu nemendur í sumarskólanum.

Búningadagur, hjóladagur, leikjadagur, íþróttadagur svo fátt eitt sé nefnt er á dagskrá sumarskólans. Það er hreint út sagt dásamlegt að fylgjast með þeirri mögnuðu gleði og fallegu hlýlegu orku sem einkennir allt starfið þessa dagana.

Minni þá foreldra sem eiga krútt í sumarskólanum að kíkja á myndaveginn sem staðsettur við aðalinnganginn.

Hjartans kveðja úr sumarskólagleðinni.

Scroll to Top