Kæru foreldrar/forráðamenn.
Í sumar gefst nemendum í 5 og 6 ára bekkjum enn einu sinni tækifæri til að sækja Sumarskóla Ísaksskóla.
Sumarskólinn hefst 10. júní og stendur til og með 11. júlí. Lengd Sumarskólans er alfarið háð þátttöku barnanna!
Í Sumarskólanum eru íþróttir, leikir og styttri ferðir alls ráðandi. Það er vel þjálfað starfsfólk skólans sem heldur utan um starfið í Sumarskólanum. Hægt er að skrá nemendur í eina viku í senn. Að sjálfsögðu geta nemendur verið hjá okkur allar fimm vikurnar.
Í dag fóru í töskur barnanna skráningarblöð og biðjum við ykkur vinsamlega að skila þeim á skrifstofu skólans fyrir föstudaginn 11. apríl.
Með hlýjum kveðjum,
starfsfólk Skóla Ísaks Jónssonar
Hér að neðan má sjá svipmyndir frá starfi Sumarskólans 2013
Heimsókn á bókasafnið
Esjan
Heimsókn til slökkviliðsins
Gönguferð í Hallgrímskirkja og Þjóðminjasafn
Bjarteyjarsandur
Hjóladagur
Dagur í Laugardalnum
Úlfljótsvatn