Þorragleði verður föstudaginn 22. janúar. Þá mega allir koma í lopapeysu eða þjóðlegum klæðnaði. Þorralögin verða sungin um allan skóla og börnin fá að smakka þorramat.
Þemadagar verða miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. janúar. Þessa tvo daga verður allt skólastarf brotið upp fram að hádegi. Þemað í ár er þjóðsögurnar.
Með hlýjum vetrarkveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla