Kæru foreldrar/forráðamenn,
Nágranni okkar hér í Ísaksskóla hafði samband vegna umferðaröngþveitisins í morgun. Ég bið ykkur að sýna nærgætni og leggja ekki bílunum þannig að umferð teppist á meðan þið farið með börnin inn í skólann. Til að allt gangi sem best fyrir sig bendum við á að hægt er að leggja á stóra stæðið hjá Kennaraháskólanum í morgunsárið og ganga síðan á milli húsanna yfir til okkar. Skrefin verða aðeins fleiri en nágrannarnir verða sáttari við okkur.
Okkar bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla
Sigríður Anna Guðjónsdóttir