Kæru foreldrar/forráðamenn
Söngur á sal er gæðastund sem bætir andann og léttir lundina. Á meðan börnin sungu hringdi óánægður nágranni í skólann og sendi í kjölfarið myndir af nokkrum bílum sem lagt var í stæði húsanna austan við skólann. Í einu tilfellinu var bíll í gangi inni á einkastæði allan tímann á meðan á söngnum stóð.
Við verðum að standa saman og sýna ábyrgð og leggja bílunum í viðurkennd stæði á morgnana. Nóg er af stæðum innar í Bólstaðarhlíðinni og innst á bílastæðinu við Menntavísindasvið (Kennaraháskólann).
Góða helgi,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir