Umsókn um skólavist
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á skrifstofu skólans sem er opin frá kl. 8:00 – 16:00 alla virka daga, í síma 553 2590 eða á netfanginu umsokn[hjá]isaksskoli.is
Vinsamlega gættu að því að reiti sem merktir eru með * er nauðsynlegt að fylla út.
Ekki er hægt að senda inn umsókn án þess að skrá upplýsingar í viðkomandi reiti.
Átta góðar ástæður
Hefur þú kynnt þér Skóla Ísaks Jónssonar?
Skóli Ísaks Jónssonar á sér yfir 90 ára sögu og í honum starfar metnaðarfullt starfsfólk. Skólinn er sjálfstætt rekinn og býður upp á meira úrval en hefðbundinn skóli.

Í skólanum okkar er persónulegt og vinveitt umhverfi og kjósa margir foreldrar að börnin þeirra hefji nám í litlum skóla með fáum árgöngum. Ísaksskóli er samfélag þar sem áhersla er lögð á persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Mikil ánægja er með skólann bæði hvað varðar samskipti við kennara og líðan nemenda í skólanum.
Skólinn er fyrir 5 ára nemendur og nemendur 6, 7, 8 og 9 ára bekkja og er fjöldi nemenda í hverjum bekk er að jafnaði 19 – 21, en geta í einstökum tilfellum verið færri eða fleiri. Ár hvert tökum við á móti börnum í alla árganga.
Hér er metnaðarfull og skemmtileg kennsla og er námsframboð fyrir börn frá 5 ára aldri. Lestrarkennsla með hljóðaðferð Ísaks Jónssonar skilar nemendum sem eru vel flestir læsir í lok 6 ára bekkjar. Enska er kennd strax frá 5 ára aldri og spænska frá 6 ára aldri.
Einkunnarorð skólans “Starf – Háttvísi – Þroski – Hamingja” eru í hávegi höfð. Mikið er lagt upp úr aga nemenda og í skólanum er rík sönghefð. Bestu meðmælin eru þó að foreldrar sem hafa sent barnið sitt í skólann kjósa einnig að senda önnur börn sín í hann.
- Skólasöngur tvisvar í viku
- Vel menntað starfsfólk
- Börnin þjálfuð í lífsleikni
- Einstaklingsmiðað nám
- Starf - Háttvísi - Þroski - Hamingja
- Enskukennsla frá 5 ára aldri
- Spænskukennsla frá 6 ára aldri
- Læsi komið vel á veg við lok 6 ára bekkjar