Kæru vinir,
Föstudagssöngstund í Ísaksskóla er alveg dásamleg samverustund og hefur löngum átt sérstakan sess í hug og hjörtum allra sem koma að skólanum, hvort sem það eru nemendur, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir vinir og vandamenn skólans. Söngstundin föstudaginn 3. maí síðastliðinn var þar engin undantekning. Meðan sólin skein sínu bjartasta inn um gluggann brostu börnin sínu breiðasta og fylltu skólahúsið með töfrandi tónum eins og þeim einum er lagið.
Við erum svo heppin að við getum boðið ykkur upp alveg einstaka upptöku af þessarri yndslegu stund hér á vefnum, en hana er að finna á slóðinni: https://isaksskoli.is/songstund-fostudaginn-3-mai-2019/
Vinsamlega athugið að myndefni er læst almenningi og aðeins opið nemendum og forráðamönnum þeirra. Allir forráðamenn barna skólans hafa nú þegar fengið tölvupóst gegnum Mentor með aðgangsorði að upptökunni.
Góðar stundir,
Starfsfólk Ísaksskóla