Kæru foreldrar/forráðamenn
Föstudaginn 26. september var gerð alvarleg tilraun til tælingar í skólahverfinu þegar barn var á leið í skólann á milli kl. 8:00 og 8:30. Um var að ræða stúlku á yngsta stigi í Háteigsskóla sem var ein á ferð í skólann.
Stúlkan gat hlaupið frá manninum. Hún gaf lögreglunni greinargóða lýsingu á atburðinum og málið er í rannsókn.
Mikilvægt er að foreldrar brýni eftirfarandi reglur fyrir börnum sínum:
-Reyna, ef þess er nokkur kostur, að vera samferða í skólann og heim.
-Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum.
-Fara ekki upp í bíl til ókunnugra.
-Komi eitthvað upp: Forða sér og hafa strax samband við foreldra og / eða hlaupa heim.
-Reyna að gera sér vel grein fyrir aðstæðum svo að hægt sé að lýsa atvikinu fyrir lögreglunni.
Mikilvægt er að foreldrar:
– hafi þegar samband við lögreglu þegar atvik koma upp
– brýni fyrir börnunum að flýta sér heim úr skólanum
– gæti þess að vekja ekki ótta hjá börnunum því að fullorðið fólk er almennt gott og traust
– hafi útivistarreglur í huga á þessum árstíma – nú fer að dimma
– minni börnin á að þau eigi öruggt skjól heima hjá sér og í skólanum.
Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir