Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn
Við viljum minna ykkur á að vetrarfríið okkar hefst föstudaginn 17. október og stendur til 21. október.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Mikilvægt er að taka öll útiföt með heim á morgun.
Eins og þið ættuð flest að vita, hefur óvelkominn gestur gert sig heimkominn hér við skólann.
Eins kurteis og við erum viljum við helst af öllu losna við þennan hvimleiða gest.
Foreldri í skólanum benti okkur á þessa grein eftir Karl Skírnisson líffræðing, hún birtist í Læknablaðinu:
http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/49640/1/L1998-03-84-F3.pdf við viljum biðja ykkur að lesa þessa grein.
Einnig má sjá hér myndband sem við mælum eindregið með að allir kynni sér: http://doktor.is/doktortv/njalgur-2
Með ljúfum kveðjum,
Starfsfólk Ísaksskóla