Heil og sæl kæru vinir,
Nú er komið að seinni helmingi skólaársins (en fyrri helmingi almanaksársins…) – náðum við að rugla ykkur? 🙂
Eftirfarandi fastir viðburðir eru á dagskrá Foreldrafélags Ísaksskóla á næstu mánuðum:
1. Öskudagur miðvikudagurinn 14. febrúar. Foreldrafélagið kaupir skemmtiatriði fyrir börnin og stendur fyrir tunnuslag í íþróttasalnum eftir hádegi.
2. Páskabingó þriðjudaginn 13. mars (5 og 6 ára – spila í 1 klst) og miðvikudaginn 14. mars (7-9 ára – spila í 1,5 klst). Foreldrar og velunnarar gefa vinninga, spilað er frá kl 17:30 báða daga.
Við biðjum foreldra sem gætu mögulega veitt aðstoð á ofangreindum viðburðum að skrá sig á meðfylgjandi hlekk hér að neðan.
Á öskudag er um að ræða ca 2 klst frá kl. 12:30 – 14:30 – aðstoð við að slá köttinn úr tunnunni og annað tilfallandi.
Á páskabingó er um að ræða t.d. bingóstjórn, deila út vinningum, selja bingóspjöld, sjoppuvinna o.s.frv. frá kl 17:15 þar til viðburði lýkur (best er að aðstoða það kvöld sem barnið þitt er EKKI að spila).
Skráningarhlekkur:
https://goo.gl/forms/hc3Iq4LyjNBktFVi1
Bestu kveðjur
Foreldrafélag Ísaksskóla
foreldrafelag@isaksskoli.is