Vortónleikar barnakórs Ísaksskóla voru haldnir í blíðskapar gluggaveðri þann 3. apríl að viðstöddum fjölda foreldra. Sungin voru dásamleg sönglög við undirleik. Til að mynda flutti kórinn vorsöng Idu við ljóð Þórarins Eldjárns, sálminn um fuglinn, lag og ljóð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur ásamt mörgum fallegum lögum. Kórinn endaði svo tónleikana á dásemdarlaginu Vikivaka eftir Valgeir Guðjónsson við texta Jóhannesar úr Kötlum en þess má geta að Valgeir er bróðir frú Sigríðar Önnu okkar ástkæru skólastýru.
Vorkveðja úr sólríka Ísaksskóla