Þemadagar hafa staðið yfir í Ísaksskóla og húsið iðar af listsköpun og gleði. Þemað í ár eru bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og vinna nemendur verk úr hennar skemmtilegu bókum. Það er ekki laust við að ritari þessarar fréttar hafi brosað þegar hún kom að 8 og 9 ára nemendum útbúa gallsteina, mála þá og líma á blað. Það verða glaðir foreldrar sem fá þessi listaverk heim með börnunum. Hver vill
Neðri hæðin hjá okkur iðaði af almennri hamingju föstudaginn 7. janúar þegar 5 ára krúttin okkar héldu upp á að hafa verið í skólanum í 100 daga. Það var öllu til tjaldað og voru umsjónarkennararnir þeirra búnir að skreyta stofurnar og gangana þegar þau mættu í skólann. Það er ekki laust við að hljóðhimnur hafi titrað örlítið þegar þau stigu dans í salnum því kátínan var þvílík í hópnum. Takk fyri
Þorrinn réði ríkjum í morgunsöngnum þar sem fallega fólkið söng meðal annars minni karla og kvenna með prýðis árangri. Krakkarnir fengu svo að smakka á hefðbundnum þorramat eftir sönginn. Matti hinn krullaði afhenti svo gullstígvélið fyrir besta árangur í stígvélakasti á Skólaleikunum sem haldnir voru þann 8. janúar sl. en það var enginn annar en Sigmundur Bessi í 8 ára DSI sem hlaut verðlaunin í
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.