Nemendur í 6 ára SÓL, í Ísaksskóla, sýna verk sín unnin í átthagafræði og fleiri námsgreinum vorið 2022. Börnin hafa komið með kennara sínum í Þjóðminjasafnið í hverjum mánuði í allan vetur og fjallað um ólík þemu. Þau hafa meðal annars lært um fugla, sjávardýr, fána, tröll og þjóðsögur, þorra og húsdýr og líkamann. Í maí munu þau læra um barnasáttmálann og blóm. Þau munu enda veturinn á því að bjóða foreldrum sínum í safnið til að kenna þeim allt það sem þeim finnst merkilegast eftir veturinn.
Verkefnin eru þverfagleg og byggja á því að nota sem flestar aðferðir við upplifun og undrun hjá börnunum. Söfn geta veitt ómetanlegan vettvang fyrir rannsóknir, upplifun og úrvinnslu í skólastarfi og góður undirbúningur og eftirfylgni í skóla dýpkar reynsluna og eykur ánægju nemenda í skólanum.
Verið öll velkomin. Enginn aðgangseyrir er að viðburðum Barnamenningarhátíðar.
//
6-year-old students in the class SOL in School of Ísak Jónsson, show artwork they made, after visits to the National Museum. The students have been working in their ethnography class, icelandic class as well as other subjects. The children have come with their teacher to the National Museum every month throughout the winter and discussed different themes.
Now they have, for example, learned about birds, sea creatures, flags, trolls and folklore, domestic animals and the body. In May, they will learn about the children’s covenant and flowers. At the end of winter the children will be inviting their parents to the museum to teach them all the things they find most remarkable.
The projects are interdisciplinary and are based on using as many methods as possible for the children’s experience and wonder. Museums can provide an invaluable platform for research, experience, and processing schoolwork. Preparation and follow-up in the school deepens the experience and increases students’ satisfaction.
All are welcome. Free entrance to the Children’s Culture Festival event.