Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru 16., 17. og 18. febrúar. Þeir eru að jafnaði hefðbundnir skóladagar hjá okkur. Þó viljum við benda á að á:
… bolludag mega börnin koma með rjómabollur í skólann í aukanesti.
… sprengidag – saltkjöt og baunir, túkall.
… öskudag mega börnin koma í búningum í skólann. Við viljum biðja ykkur um að geyma öll vopn heima. Þessi dagur er hefðbundinn fram yfir löngu frímínúturnar. Að þeim loknum tekur foreldrafélagið við og sér um skemmtiatriði á sal og í íþróttasal fram til kl.14:10.
Vetrarfrí er fimmtudaginn 19. febrúar og föstudaginn 20. febrúar.
Athugið að þessa tvo daga er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku.
Einstaklingsviðtöl foreldra við kennara eru komin í gang. Kennarar hafa þegar haft samband við foreldra til að bjóða viðtalstíma.
Með góðum kveðjum,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir