Kæru foreldrar/forráðamenn.
Í tilefni sólar og sumarstemningar höfum við ákveðið að reima á okkur gönguskóna og fara með alla nemendur skólans í skemmtilega fjallgöngu á morgun miðvikudaginn 7. september. Ferðinni er heitið á Úlfarsfellið fagra.
Mikilvægt er að vera mætt tímanlega í skólann, búin að pissa og gera allt sem lítið fólk þarf að gera áður en lagt er af stað í gönguna.
Brottför verður klukkan 08:45 og því mikilvægt að mæta á réttum tíma, í góðum íþróttaskóm, stígvélin mega gjarnan vera heima þennan dag. Lítill bakpoki undir nesti, fullur af hollmeti ásamt vatnsbrúsa er nauðsynlegur búnaður fyrir göngugarpana.
Hádegisverður verður svo snæddur í skólanum þegar heim er komið.
Spáin er ljómandi góð, svo endilega smyrjið sólarvörn á fallegu andlitin og setjið derhúfu á kollana.