Gul veðurviðvörun á morgun, 12. janúar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Eftirfarandi tilkynning kemur frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins:

Eins og staðan er núna, þá er komin gul veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, þær eru reyndar tvær, ein frá 22:00 í dag til 02:00, en sú hefur ekki áhrif á skólastarf.

Aftur á móti er önnur, sem gildir frá 12. janúar kl:11:00 til og með 13. janúar kl 12:00. (Eins og staðan er núna kl 15:28) Sjá frekari upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Við minnum á leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sem eru að finna hér https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi
Það er mikilvægt að huga að því að veður hefur staðbundin áhrif, þannig að þegar um gula viðvörun er að ræða þurfa foreldrar að meta hvort börn eru sótt eða þeim fylgt í skólann.

Með bestu kveðju,
Sigríður Anna