Gleðilegt nýtt ár 2024!
Um leið og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem var að kveðja þá hlökkum við til enn fleiri gefandi stunda með ykkur á nýja árinu.
Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 3. janúar. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag.
Fyrsti skóladagurinn á nýju ári er fimmtudagurinn 4. janúar kl. 8:30. Morgungæslan verður á sínum stað.
Skólaleikar verða miðvikudaginn 10. janúar. Sóley Ósk, Matti Guðmunds og Kiddi eru búin að skipuleggja ýmsar keppnisgreinar/þrautir sem henta öllum. Skólaleikarnir verða innanhúss og 5 ára verða kl. 8:30-10:00, 6-7 ára kl. 10:20-11:40 og 8-9 ára kl. 12:40-14:10.
Þorragleði verður föstudaginn 26. janúar. Þann dag mega allir koma í lopapeysu eða þjóðlegum klæðnaði. Í söng á sal verða þorralög sungin og eftir söngstund fá börnin að smakka þorramat.
Mót hækkandi sól,
starfsfólk Ísaksskóla