Uppstigningadagur er fimmtudaginn 5. maí og er almennur frídagur.
Annar í hvítasunnu er mánudaginn 16. maí og er almennur frídagur.
Leikjadagar verða föstudaginn 20. maí. Farið verður á Miklatún og farið í leiki sem Matti íþróttakennari skipuleggur.
Laugardalurinn/Klambratún – Með dags fyrirvara í síðustu skólaviku er farið í gönguferð. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 og komið til baka um hádegið. Nemendur koma með sparinesti og röradrykk að heiman í litlum bakpoka eða tösku. Ekki má koma með sælgæti eða gosdrykki. Allir þurfa að vera klæddir eftir veðri og muna að koma í góðum skóm.
Síðasti kennsludagur er þriðjudagurinn 7. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur. Skólaárinu lýkur með skólaslitum kl 13:30 og þá er foreldrum velkomið að koma og hlýða á hann. Að tröppusöng loknum fylgja börnin kennara sínum inn í skólastofu og kveðja þar. Engin frístund er að skólaslitum loknum.
Sumarskólinn hefst fimmudaginn 9. júní.