Vortónleikar kórs Ísaksskóla

Komið þið sæl.

Vortónleikar Barnakórs Ísaksskóla og Barna og unglinakórs Hallgrímskirkju (kóranna minna) verða haldnir næstkomandi fimmtudag 26. maí klukkan 17:30 – á sal Ísaksskóla (sjá viðhengi). Foreldrar og nemendur Ísaksskóla eru boðin sérstaklega velkomin að kynna sér kórstarfið og njóta þessarar uppskeruhátíðar og vorgleði með okkur. Áhugasamir geta skráð sig og verið með frá og með næsta hausti! Barnakór Ísaksskóla er ætlaður 7, 8 og 9 ára bekkjum. Fram að því æfa nemendur sig í söng á sal 😉

Kórinn í Hallgrímskirkju er ætlaður 9-13 ára kórfólki, svo systkini á þeim aldri eða aðrir áhugasamir geta haft samband við mig í asa@hallgrimskirkja.is. Einnig má finna upplýsingar og myndir á heimasíðu kirkjunnar, hallgrimskirkja.is. Fyrsta starfsári kórsins er nú að ljúka en stefnt er að veglegum jólatónleikum í Hallgrímskirkju í byrjun desember.

Báðir kórarnir eru með facebook síður þar sem sjá má hvað kórarnir hafa fyrir stafni yfir starfsárið. Endilega kíkið þar inn, hægt er að líka við síðuna og fylgjast þannig með skemmtilegu og margbreytilegu starfi kóranna. Leitarorðið er einfaldlega Barnakór Ísaksskóla og Barna og unglingakór Hallgrímskirkju.

Allir velkomnir á vortónleika barnakóranna okkar fimmtudaginn 26. maí – enginn aðgangseyrir!

Með söng á vör 🙂
Ása kórstjóri