Foreldrar og forráðamenn barna við Skóla Ísaks Jónssonar tóku þátt í viðhorfskönnun á vegum Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að skoða viðhorf foreldra til grunnskóla. Einnig líðan og stuðning við barnið. Auk þessa var nám, kennsla og stjórnun skólans metin. Úrtakið var valið af handahófi úr öllum skólum borgarinnar og fjórum sjálfstætt starfandi skólum.
Hægt er að skoða niðurstöðurnar með því að smella hér: sækja skrá
Við erum hrærð og þakklát yfir niðurstöðunum.
Okkar bestu kveðjur,
starfsfólk Ísaksskóla