Öskudagsfjör

Dásamlegur öskudagur í Ísaksskóla og formlegri dagskrá senn að ljúka. Börnin eru búin að skemmta sér konunglega. Spennustigið í húsi er magnað og ótrúlega gaman að vera með þeim í þessari gleði. Kennararnir verða allir sendir í joga nidra eftir að kennslu lýkur og annað starfsfólk lagt í læsta hliðarlegu um 17:00.

En að öllu gamni slepptu þá er þetta búið að vera dásamlegt og búið að gefa öllum pizzu í hádegismat. Þau fá líka með sér nammipoka heim frá foreldrafélaginu og vil ég biðja ykkur að skoða hvort einhverjir ofnæmisvaldar leynast í sælgætinu sem barnið ykkar má ekki fá.

Myndasafn frá hátíðarhöldunum má finna með því að smella hér

Kærar kveðjur til ykkar allra
Starfsfólk Ísaksskóla