Kæru vinir,
mikið óskaplega er gaman að hafa börnin ykkar á Öskudaginn og taka þátt í gleðinni með þeim!
Það var glatt á hjalla í dag sem endranær þegar árleg Öskudagshátíð fór fram í skólanum. Bjarni töframaður mætti og hélt góða skemmtun fyrir börnin og svo var kötturinn sleginn úr tunnuni að vanda.
Sjá má myndaalbúm dagsins með því að [smella hér]
Einnig minnum við facebook síðu skólans http://www.facebook.is/isaksskoli en þar má sjá skemmtileg myndbönd af hátíðinni í dag 🙂
Nú fer í hönd vetrarfrí í Ísaksskóla og stendur það yfir dagana 19. og 20. febrúar (fimmtudag og föstudag).
Athugið að þessa daga er engin kennsla eða gæsla.
Kennsla hefst aftur mánudaginn 23. febrúar kl. 8:30
Góðar stundir.