Kæru foreldrar/forráðamenn, Við viljum minna á regnfatnað næstu daga þar sem von er á ansi mikilli rigningu á næstunni. Regnfatnaður og stígvél eru nauðsynlegur búnaður ásamt aukafatnaði í útitöskum. Ansi margir voru blautir og kaldir eftir útiveru dagsins, svo gott væri að fara í gegnum töskur barnanna og athuga hvort aukafatnaður sé til staðar. kær kveðja Lára
Kæru foreldrar. Við minnum á að aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn annað kvöld kl. 19:30 í sal skólans. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun sálfræðingur frá Kvíðameðferðarstöðinni halda fyrirlestur um kvíða hjá börnum. Efni sem allir hafa gott af að fræðast um. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins en kemst ekki á fundinn er hægt að hafa samband við
Kæru foreldrar/forráðamenn, Borið hefur á því að nemendur séu með snjallúr í tímum. Við viljum biðja ykkur að skilja þessi úr eftir heima. Ef nemendur þurfa á þeim að halda strax eftir skóla má hafa þau í skólatöskunni svo fremi sem slökkt sé á þeim. Okkar bestu kveðjur, starfsfólk Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.