Í tilefni af Degi Íslenskrar Tungu í dag 16. nóvember, fengum við í þau Rán Flygenring og Hjörleif Hjartarson í hugljúfa heimsókn í Ísaksskóla. Sýningin er á vegum Höfundamiðstöðvar RSÍ (Rithöfundasamband Íslands) sem býður grunnskólum á hverju ári upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skóla til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Dagskrárnar eru metnaða
Elskulegu foreldrar/forráðamenn. Eins og ekki hefur farið fram hjá okkur varð hörmulegt slys í Hafnarfirði í vikunni þar sem 8 ára drengur lét lífið. Litli ljúfurinn er fyrrum nemandi okkar og félagi barna í 8 ára bekk. Við höldum vel utan um bekkjarfélaga og vini drengsins hér í skólanum og fengum prest til að ræða við börnin í gær. Skólinn hefur verið í góðu sambandi við fjölskyldu drengsins og
Vinavika er hafin og endar föstudaginn 3. nóvember. Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann föstudaginn 3. nóvember með bangsa- og náttfatadegi. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum. Dagur íslenskrar tungu er miðvikudaginn 16. nóvember. Við höldum upp á daginn og gerum okkur gla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.