Lítil prúðbúin börn sungu og skemmtu sér konunglega á jólaskemmtunum skólans föstudaginn 20. desember 2024. Dagurinn var einstaklega hátíðlegur og fallegur og má segja að jólin hafi hitt okkur starfsfólk skólans í hjartastað eins og gerist iðulega þegar við dönsum í kringum jólatréð með okkar besta fólki og allir syngja af lífs og sálarkröftum. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum ljúf
Undurfögur og ljúf söngstund í morgunsárið. Salurinn fullur af rauðum jólakollum og börnin sungu eins og englar. Hjörtu okkar fullorðna fólksins fyllast einlægum jólaanda við hlustunina. Gleðileg jól, Starfsfólk Ísaksskóla
Miðvikudaginn 4. desember gengum við fylktu liði til friðar- og kærleiksstundar í Háteigskirkju þar sem séra Ása Laufey sóknarprestur tók á móti okkur og flutti fallega hugvekju. Dásamleg stund þar sem kirkjuklukkurnar tóku að hringja þegar okkar ástkæru nemendur nálguðust kirkjuna. 9 ára nemendur lásu jólaguðspjallið og Barnakór Ísaksskóla söng tvö lög undir stjórn Vigdísar Þóru kórstjóra við und
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.