Fjögurra vikna lestrarátaki hjá 7, 8 og 9 ára er lokið. Foreldrar og nemendur tóku mjög vel undir þetta verkefni sem sýnir sig í glæsilegum árangri nemenda í lestri og miklum framförum. Á vorönninni býðst foreldrum 6 ára barna að taka þátt í samskonar lestrarátaki. Höldum áfram að hlusta á börnin okkar lesa, ræðum um innihald bókanna, rifjum upp og spáum fyrir um framvindu. Útskýrum hugtök og orð
Vikan 11.-15. nóvember var sérstaklega tileinkuð degi íslenskrar tungu í Ísaksskóla. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur, tónlistarmaður og útgefandi heimsótti börnin fimmtudaginn 14. nóvember og sagði þeim frá verkum sínum og starfi. Hann las fyrir þau ljóð og texta eftir sig en þau hafa verið að syngja lög og texta eftir hann undanfarnar vikur. Aðalsteinn Ásberg mætti síðan í söng á sal dag
Kæru foreldrar/forsjáraðilar. Í morgun upplifðum við yndisstund í morgunsárið þegar Una Torfadóttir heiðraði okkur með nærveru sinni og tók lagið með okkar allra besta fólki. Það var undurfalleg orka í loftinu og ekki laust við að manni vöknaði um augu við hlustunina. Myndband af söngnum má finna á læstu svæði á heimasíðunni okkar hér. Kær kveðja úr Ísaksskóla
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.