Kæru foreldrar/forráðamenn, Við eigum samkvæmt skóladagtalinu okkar að vera með skipulagsdag hjá okkur föstudaginn13. nóvember. Vegna aðstæðna munum við fresta honum til miðvikudagsins 18. nóvember. Föstudagurinn 13. nóvember verður því skóladagur samkvæmt skipulaginu okkar þessa dagana. Mínar bestu kveðjur, Sigríður Anna Dear parents/guardians, According to our school calendar, we should have an
Kæru foreldrar/forráðamenn, Við höfum notað helgina og daginn í dag vel til að skipuleggja okkur út frá nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi tímabundið. Skólinn hefst með breyttu sniði á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember og gildir breytingin til og með þriðjudagsins 17. nóvember. Við reynum eftir fremsta megni að halda uppi óbreyttu skólastarfi þar sem því verður við komið
Kæru foreldrar/forráðamenn, Við höfum notað helgina og daginn í dag vel til að skipuleggja okkur út frá nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi tímabundið. Skólinn hefst með breyttu sniði á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember og gildir breytingin til og með þriðjudagsins 17. nóvember. Við reynum eftir fremsta megni að halda uppi óbreyttu skólastarfi þar sem því verður við komið
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.