Kæru foreldrar fimm ára barna. Íslensk börn hefja fæst reglulegt nám fyrr en í sex ára bekk. Síðustu áratugi hefur nokkuð stór hópur foreldra valið að senda börn sín til náms ári fyrr í 5 ára deild sem starfrækt er við Skóla Ísaks Jónssonar. Ef þið hafið áhuga á að senda barnið í lítinn skóla þar sem unnið er af metnaði og umhyggju þá er vert að hafa okkur í huga. Það er stór stund þegar börnin ok
Við minnum á að á mánudaginn, þann 20. maí, er skipulagsdagur. Athugið að þá er engin kennsla og ekki starfsemi í Sunnuhlíð eða Sólbrekku. Með Júróovisjón kveðjum, starfsfólk Ísaksskóla
Kæru vinir, Föstudagssöngstund í Ísaksskóla er alveg dásamleg samverustund og hefur löngum átt sérstakan sess í hug og hjörtum allra sem koma að skólanum, hvort sem það eru nemendur, aðstandendur, starfsfólk eða aðrir vinir og vandamenn skólans. Söngstundin föstudaginn 3. maí síðastliðinn var þar engin undantekning. Meðan sólin skein sínu bjartasta inn um gluggann brostu börnin sínu breiðasta og f
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.