Verkalýðsdagurinn er miðvikudaginn 1. maí og er almennur frídagur. Uppstigningardagur er fimmtudaginn 9. maí og er almennur frídagur. Leikjadagur verður fimmtudaginn 16. maí. Farið verður á Klambratún og farið í leiki sem Matti krull, Irma og Sóley Ósk skipuleggja. Skipulagsdagur verður föstudaginn 17. maí. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Annar í hvítasunnu er mánudaginn 20
Fyrsti skóladagur eftir páska var í dag og við öll, stór og smá, kát og hress og til í vorið. Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl kl. 17:30 á sal skólans. Allir foreldrar/forsjáraðilar og starfsfólk er hvatt til að mæta. Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 25. apríl og er almennur frídagur. Daginn eftir, föstudaginn 26. apríl, er frídagur í Ísaksskóla. Með ljúfum
Kæru foreldrar/forráðamenn. Það er fátt fallegra í þessu lífi en syngjandi börn. Hér má sjá myndband frá söng á sal síðastliðinn föstudag, þar sem fallegur hvítklæddur englakór syngur lagið Myndin hennar Lísu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Með friðarkveðjum, starfsmenn Ísaksskóla Myndband | Myndin hennar Lísu
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.