Kæru foreldrar/forsjáraðilar, Nú styttist í að skólaárið hefjist og vonandi eru allir að njóta síðustu frídaganna. Starfsfólk Ísaksskóla hlakkar til að hitta alla nemendur aftur sem og nýja nemendur við skólann. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til samstarfs og samvinnu á nýju skólaári. Áður en skólinn hefst viljum við benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skólabyrjun. Fimm
Kæru núverandi og væntanlegu foreldrar/forsjáraðilar. Starfsfólk skrifstofunnar er komið í sumarleyfi og skrifstofan því lokuð til þriðjudagsins 13. ágúst. Sumarskólinn er að sjálfsögðu opinn til 18. júlí eins og áður hefur komið fram og er okkar frábæra starfsfólk tilbúið til að svara erindum er varða sumarskólann í síma 553 2590. Umsóknum um skólavist sem berast í sumar verður svarað fljótt. Njó
Síðasti kennsludagur er á morgun, fimmtudagurinn 6. júní. Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur til kl. 13:20 hjá 5 ára og til kl. 14:00 hjá 6-9 ára. Þá hefjast skólaslit. Foreldrar/forráðamenn og fjölskyldur eru velkomnar í skólann að hlýða á tröppusöng. Við reiknum með að hafa skólaslitin inni í salnum okkar þar sem veðurguðirnir eru okkur ekki hliðhollir þessa dagana. Kl. 13:20 Tröppusöngur 5 á
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.