Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Við höldum upp á hann á sjálfan daginn, á morgun. Nemendur mega koma með bangsa (tuskudýr) sem passa í skólatöskuna og jafnframt vera með þá í söng á sal en ekki í frímínútum. Með mjúkum kveðjum, Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Heil og sæl kæru vinir, Ný stjórn Foreldrafélags Ísaksskóla 2017-18 var kosin í gær. Hana skipa eftirfarandi foreldrar/forráðamenn: Það er aftur á móti alltaf kærkomið fyrir foreldra og forráðaaðila nemenda í Ísaksskóla að tengjast Foreldrafélaginu á beinan og óbeinan máta. Við fögnum öllum tillögum og allri þátttöku, enda eflir það okkar starf. Fræðsluerindi var haldið í kjölfar aðalfundar –
Þriðjudaginn 17. október hittist nemendafélag Skóla Ísaks Jónssonar á fyrsta fundi vetrarins. Í nemendafélaginu eru nemendur í 8 og 9 ára bekk. Skólaárið 2017-2018 sitja eftirfarandi nemendur í félaginu: Emil Björn (8 ÞEK), María Kristín (8 HÞ), Lovísa Anna (9 BVK) og Magdalena (9EBH). Umsjón með því hafa Hugrún Tanja Haraldsdóttir og Lára Jóhannesdóttir. Hlutverk félagsins er eftirfarandi: Að
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 9 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.