Skólagjöld 2024-2025 eru sem hér segir:
kr. 326.000,- fyrir 6-9 ára nemendur eða 29.000,- á mánuði í 4 mánuði fyrir áramót og 35.000 á mánuði í 6 mánuði fram í júní 2025.
kr. 270.000,- fyrir 5 ára börn utan Reykjavíkur eða 27.000,- á mánuði í 10 mánuði.
Systkinaafsláttur í Ísaksskóla er 25% vegna barns nr. 2 í skólanum og 50% vegna barns nr. 3 í skólanum.
Upplýsingar um skólaskjól og verðskrá þess má finna með því að smella hér.
Athugið að ef nemandi hættir í skólanum á skólaárinu skal samt greiða full skólagjöld fyrir allt árið.
Skólaárið er frá ágúst til júní.
Forsjáraðilar 5 ára barna úr Reykjavík greiða skv. þjónustusamningi sem skólinn hefur gert við Reykjavíkurborg en þau eru frá júní 2024 þessi út árið:
kr. 38.375 á mánuði í alls 11 mánuði (matur, gæsla að 8 tímum innifalin). Gjaldskráin fylgir gjaldskrá Reykjavíkurborgar og getur tekið breytingum á skólaárinu og skiptist upphæðin í námsgjald kr. 21.960 og fæðisgjald kr. 16.415. Uppsagnarfrestur er einn mánuður hið minnsta og skal uppsögn miðast við 1. hvers mánaðar. Fæðisgjald fyrir 5 ára börn utan Reykjavíkur er það sama eða 16.415 á mánuði.
Frá og með 1. janúar 2025 hækkar taxti fyrir 5 ára börn úr Reykjavík þannig að námsgjald verður kr. 22.733 og fæðisgjald 16.990. Fæðisgjald fyrir 5 ára börn utan Reykjavíkur breytist einnig í kr. 16.990 á mánuði.
Hádegismatur og ávaxtastund
Ávaxtastund er daglega rétt fyrir kl. 10:00. Nemendur koma með ávöxt eða grænmeti að heiman. Maturinn í hádeginu fyrir 6-9 ára er gjaldfrjáls samkvæmt ákvörðun yfirvalda. Þeir nemendur sem eru í frístund koma með hollt og gott eftirmiðdagsnesti.
Innritunargjald fyrir skólaárið 2024-2025 er kr. 30.000,-
– innritunargjald er ekki endurgreitt, og kemur ekki til frádráttar á skólagjöldum.
Skólinn áskilur sér rétt til að breyta gjaldskránni með mánaðar fyrirvara.